Við bjóðum upp á alhliða hleðslulausnir fyrir stærri atvinnubíla sem þurfa hraða og örugga hleðslu. Okkar lausnir henta vel fyrir rútufyrirtæki, flutningafyrirtæki eða aðra sem þurfa öflugar hraðhleðslustöðvar.
Sjá meiraNú er ekki aðeins hægt að fá rafdrifna fólksbíla heldur einnig rútur og flutningabíla sem þurfa mun öflugri hleðslustöðvar en fólksbílar. Við aðstoðum með fyrstu skrefin í átt að orkuskiptum, framboð á rafbílum, aðgengi að rafmagni og bjóðum upp á hleðslulausnir og uppsetningu.
Við höfum einnig leyfi til að reksturs háspennuvirkja sem býður upp möguleika á að kaupa raforku á háspennu.
Taktu orkuskiptin alla leið með rafhlöðum frá Northvolt og rafhlöðudrifnum kælibúnaði fyrir kælivagna frá Maxwell + spark. Bjóðum einnig upp á leigu á færanlegum 40 kW hraðhleðslustöðvum frá Kempower sem er hægt að tengja beint í þriggja fasa tengi.
Skiptu út olíuknúnum kælum fyrir rafdrifna kæla á rafhlöðum og dragðu úr rekstrarkostnaði um allt að 90%.
Stórar rafhlöður frá Northvolt sem koma í stað dísil rafstöðva og henta vel fyrir viðburði eða á framkvæmdastað.
Okkar markmið er að ryðja veginn fyrir orkuskiptum stærri atvinnubíla með því að bjóða upp á alhliða hleðslulausnir.
Við bjóðum upp á öflugar hleðslustöðvar sem henta stærri rafbílum eins og rútum og flutningabílum og getum séð um allt sem tengist undirbúningi og uppsetningu hleðslustöðvanna.
Við seljum búnað sem miðar að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis, til dæmis rafhlöðudrifnir kælivagnar og rafhlöður sem geta t.d. komið í stað olíuknúinna varaaflstöðva.
Vörumerkið Orkuhlaðan tilheyrir RST Net ehf sem sérhæfir sig í uppsetningu og þjónustu á háspennubúnaði fyrir íslenskan orkuiðnað.