Orkuhlaðan býður upp á alhliða hleðslulausnir fyrir atvinnutæki og með það að markmiði að ryðja veginn fyrir orkuskiptum stærri atvinnubíla.
Við bjóðum upp á öflugar hleðslustöðvar sem henta stærri rafbílum eins og rútum og flutningabílum og sjáum um alla rafmagnsvinnu sem tengist undirbúningi og uppsetningu á hraðhleðslustöðvum.
Við seljum einnig búnað sem miðar að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis, til dæmis rafhlöðudrifnir kælivagnar og rafhlöður sem geta t.d. komið í stað olíuknúinna varaaflstöðva.
Orkuhlaðan starfar undir hatti RST Net ehf sem sérhæfir sig í uppsetningu og þjónustu á háspennubúnaði fyrir íslenskan orkuiðnað.